
BM Vallá
BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu, steinsteyptum vörum, múr- og flotblöndum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og stefnir fyrirtækið að kolefnishlutleysi árið 2030.
Við leggjum mikinn metnað í að skapa jákvætt starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Sem fjölþjóðlegur vinnustaður fögnum við fjölbreytileika, ólíkum bakgrunni og menningu. Lögð er áhersla á góð starfsskilyrði, möguleika til starfsþróunar ásamt því að starfrækt er öflugt fræðslukerfi. Starfsfólk fær góðan hádegismat sér að kostnaðarlausu en greiðir aðeins hlunnindaskatt. Öflugt skemmtanastarf og margvíslegir viðburðir standa öllum til boða allt árið um kring og er ávallt lögð áhersla á fjölskylduvænar skemmtanir. Öryggismál, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í hávegum haft og hvetjum við starfsfólk til að leggja rækt við andlega og líkamlega heilsu.
BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf., sem á einnig Björgun-Sement. Hjá fyrirtækjunum starfar fjölbreyttur og samhentur hópur fólks að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni.

Hlutastarf Sölu- og lagerstarf á Akureyri
BM Vallá leitar að starfsmanni í hlutastarf í verslun fyrirtækisins á Akureyri.
Starfið felur í sér í afgreiðslu og ráðgjöf til viðskiptavina, ásamt því að sjá um móttöku og frágang á lager. Um er að ræða hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma ásamt sumarstarfi sumarið 2026
Hlutastarf: frá kl.12/13-16/17 tvo virka daga og fulltstarf yfir sumartíma kl.8-17 mán-fim, kl.8-16 fös.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og afgreiðsla í verslun
- Afhending á vörum af lager
- Tiltekt, frágangur og skipulag
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi (J) er kostur
- Góð almenn tölvuþekking
- Þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sjafnargata 3, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaLagerstörfLyftaraprófSölumennska
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í söluteymi Dineout
Dineout ehf.

Hlutastarf á Pylsubarnum
Pylsubarinn

Nettó Borgarnesi - Sumarstörf
Nettó

Sumarstarf - Helgarvinna í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Landamæraverðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Sumarstörf á landsbyggðinni
Arion banki

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær

Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Tiltekt fyrir dreifingu á vörum
Álfasaga ehf

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland