

Sölu- og markaðsráðgjafi á auglýsingadeild
Ert þú snillingur í samskiptum, finnst gaman að ná árangri og vinnur vel undir pressu? Þá gætum við verið að leita að þér! Auglýsingadeild Sýnar leitar að sölu- og markaðsfulltrúum til að ganga til liðs við sitt öfluga teymi. Í starfinu felast samskipti við viðskiptavini, fagleg markaðsráðgjöf og sala auglýsinga inn á miðla Sýnar, þar á meðal Vísi, Bylgjuna og sjónvarpsstöðina Sýn.
Auglýsingadeild Sýnar er ein sú öflugasta á landinu. Þar starfar samheldin hópur fagfólks við að koma mikilvægum skilaboðum til landsmanna í gegnum okkar fjölmörgu miðla.
Helstu verkefni:
- Samskipti við viðskiptavini og birtingahús
- Sala auglýsinga
- Sala á kostunum og viðburðum
- Uppsetning birtingaplana
- Markaðsráðgjöf til fyrirtækja
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Dugnaður og drifkraftur
- Getan til að koma fram og halda kynningar
- Frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Menntun á sviði viðskipta eða markaðsfræða kostur en ekki skilyrði
Hvað höfum við að bjóða þér?
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Spennandi verkefni
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Möguleika á starfsþróun
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
- Árlegan heilsustyrk
- Árlegan símtækjastyrk
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Við hvetjum áhugasöm af öllum kynjum til að sækja um í gegnum ráðningavefinn okkar. Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2025.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Guðmundsdóttir, forstöðumaður auglýsingadeildar Sýnar, [email protected] og Kristín Gestsdóttir, mannauðsráðgjafi, [email protected]
Hver erum við?
Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Hjá Sýn sameinum við það besta úr heimi tækni og afþreyingar og breytum hversdagsleikanum í upplifun. Það er betra að vera með Sýn – hvort sem þú ert að horfa, hlusta, vafra eða vinna.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.












