GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Skrúðgarðyrkjufræðingur

Vallarsvið GKG leitar að öflugum skrúðgarðyrkjufræðingi til að sameinast frábæru teymi starfsmanna sem hafa það eina markmið að gera golfvallarsvæði GKG sem allra best og fallegast hverju sinni.

Við óskum eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og er með víðtæka reynslu. Um er að ræða mjög fjölbreytta og skemmtilega vinnu í frábærum félagsskap og í fallegu umhverfi allt árið um kring.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Nýframkvæmdir og viðhald á svæðum GKG.
  • Plöntun trjáa og annars gróðurs.
  • Þróun og framkvæmd á ræktunar- og landslagsáætlunum til að tryggja hágæða vallaraðstæður.
  • Viðhald á grasi, görðum og öðrum gróðri.
  • Þátttaka í þjálfun og leiðsögn starfsfólks sem vinnur á vallarsvæðinu.
  • Áburðargjöf og almenn hreinsun.
  • Veita ráðgjöf um garðplöntur og garðrækt.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í skrúðgarðyrkju eða sambærilegum greinum.
  • Reynsla af umhirðu golfvalla eða svipaðra landsvæða er æskileg.
  • Færni í notkun landbúnaðartækja og annarra tækja sem notuð eru við vallaryfirhalningu.
  • Góð skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Hæfni til að vinna undir álagi og í fjölbreyttum veðuraðstæðum.
  • Jákvætt viðmót, teymisvinna og þjónustulund.
Auglýsing birt27. janúar 2025
Umsóknarfrestur12. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vífilsstaðav.Flataskó , 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar