Sérnámsstaða í Heimilislækningum
Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Námsstaðan veitist frá 1.janúar 2025 og veitist til 5 ára. Námið fer fram á heilsugæslunni Akranesi og á sjúkrahúsi skv. nánara samkomulagi við handleiðara og kennslustjóra sérnáms.
Heilsugæslunni á Akranesi tilheyra tæplega 9000 íbúar, góð samvinna er við sjúkrahús HVE á Akranesi þar sem m.a. er slysa- og göngudeild.
Á Heilsugæslustöðinni á Akranesi fer fram fjölbreytt starfsemi en auk almennrar heilsugæsluþjónustu eins og móttöku, ungbarnaverndar, skólaheilsugæslu og mæðraverndar er þar teymisvinna í kring um vaktþjónustu að deginum og sykursýkismóttöku.
Sérnámslæknir tekur þátt í almennri móttöku og vaktþjónustu eftir nánara samkomulagi.
Vikulegir fræðslufundir og þátttaka í gæðaþróun og kennslu.
Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna, https://throunarmidstod.is/kennsla/sernam-i-heimilislaekningum/
- Íslenskt lækningaleyfi.
- Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika.
- Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði.
- Góðrar íslensku kunnáttu er krafist.
Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.