Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í geðlækningum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sérfræðingi í geðlækningum við Geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa á Skúlagötu 21 í Reykjavík. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymið starfa geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, notendafulltrúi, íþróttafræðingur, skrifstofustjóri, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar, klínískur atferlisfræðingur og iðjuþjálfi. Unnið er í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Hlutverk geðheilsuteymis HH vestur er að veita þjónustu einstaklingum 18 ára og eldri sem greindir eru með geðraskanir og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Nánari upplýsingar um starfsemi teymisins má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Geðlæknis- og geðlyfjameðferð skjólstæðinga
  • Vinna í þverfaglegu geðheilsuteymi
  • Virk þátttaka í þróunarstarfi innan teymis
  • Viðtöl á starfsstöð ásamt heimavitjunum
  • Þátttaka í ráðgjöf og fræðslu til starfsmanna
  • Fræðsla til notenda og aðstandenda
  • Veita þjónustu sem þörf er á hverju sinni
  • Samvinna við starfsfólk heilsugæslustöðva og annarra stofnana
  • Virk samvinna og ráðgjöf til heilsugæslustöðva 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sérfræðileyfi í geðlækningum
  • Breið þekking og reynsla í geðlækningum er kostur
  • Reynsla af vinnu í geðendurhæfingu er kostur
  • Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Jákvæðni og sveigjanleiki 
  • Góð skipulagshæfni
  • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skúlagata 21, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LæknirPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar