Vinnuvernd ehf.
Vinnuvernd ehf.
Vinnuvernd ehf.

Læknir í hlutastarf við starfstengda heilbrigðisþjónustu

Vegna aukinna umsvifa viljum við bæta við teymið okkar og leitumst eftir að ráða öflugan lækni til að slást í för með okkur.

Um er að ræða dagvinnu – starfshlutfall eftir samkomulagi.

Vinnuvernd er framsækið þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki sem leitast eftir því að efla heilbrigði einstaklinga og vellíðan á vinnustöðum. Hjá okkur starfar reynslumikill hópur fagfólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við stofnanir, atvinnulífið og einstaklinga. Teymið okkar samanstendur af hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og móttökustjóra, en öll sameinum við krafta okkar í faglegri þjónustu til viðskiptavina.

Í dag þjónustum við stolt fjölmörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög og fer þeim ört fjölgandi.

Við erum á spennandi vegferð og viljum bæta góðu fólki við frábæra hópinn okkar!

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Trúnaðarlækningar

·       Starfstengt heilsufarsmat og heilbrigðiseftirlit

·       Ráðgjöf til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi heilsufarstengd málefni, starfsumhverfi og forvarnir gegn atvinnutengdum sjúkdómum.

·       Almenn læknisþjónusta

·       Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

·       Þátttaka í uppbyggingu og þróun læknisfræðilegrar þjónustu fyrirtækisins með gæði og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Íslenskt lækningaleyfi

·       Góð íslenskukunnátta

·       Jákvæðni, sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum

·       Leiðtogahæfni og frumkvæði

Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Holtasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar