Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Sérkennslustjóri - Leikskólinn Hnoðraból
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Laus er til umsóknar 70% staða sérkennslustjóra, möguleiki er á að auka við stöðuna í allt að 100% sem leikskólakennari á móti.
Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag.
Hnoðraból er í nýju húsnæði við grunnskólann að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Leikskólinn er tveggja deilda og þar dvelja að jafnaði um 30 börn og störfum við eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Við skólann starfar samstillt og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að mæta fjölbreytileika barnahópsins með virðingu og stuðla að vellíðan barna og góðum skólabrag.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning, framkvæmd og endurmat sérkennslu í leikskólanum
- Frumgreiningar
- Ráðgjöf til starfsmanna
- Miðlun upplýsinga til foreldra og starfsmanna leikskóla
- Umsjón námsgagna
- Gerð einstaklingsnámskráa
- Ráðgjöf og samvinna við foreldra
- Fundir og viðtöl vegna sérkennslumála
- Þátttaka í stjórnendateymi leikskólans
- Sér um samskipti við skólaþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sérkennslu
- Sterk fagleg sýn
- Jákvæðni, frumkvæði, áhugi og metnaður
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- 50% afsláttur af leikskólagjöldum
- 36 klst vinnuvika
- Samræmt skóladagatal leik- og grunnskóla, til tilraunar skólarið 2024 - 2025
- Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur26. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kleppjárnsreykir 134380, 320 Reykholt í Borgarfirði
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir
Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir
Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli
Fagstjóri í sköpun
Heilsuleikskólinn Skógarás
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Skógarás
Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot
Laus staða í Marbakka
Leikskólinn Marbakki
Leikskólastjóri
Húnaþing vestra
Sérkennslustjóri óskast til starfa - Leikskólinn Bakkakot
LFA ehf.
Leikskólakennari á Hnoðraból
Borgarbyggð
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri yngsta stigs – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær