Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Sérkennslustjóri - Leikskólinn Hnoðraból

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.

Laus er til umsóknar 70% staða sérkennslustjóra, möguleiki er á að auka við stöðuna í allt að 100% sem leikskólakennari á móti.

Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag.

Hnoðraból er í nýju húsnæði við grunnskólann að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Leikskólinn er tveggja deilda og þar dvelja að jafnaði um 30 börn og störfum við eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Við skólann starfar samstillt og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að mæta fjölbreytileika barnahópsins með virðingu og stuðla að vellíðan barna og góðum skólabrag.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, framkvæmd og endurmat sérkennslu í leikskólanum
  • Frumgreiningar
  • Ráðgjöf til starfsmanna
  • Miðlun upplýsinga til foreldra og starfsmanna leikskóla
  • Umsjón námsgagna
  • Gerð einstaklingsnámskráa
  • Ráðgjöf og samvinna við foreldra
  • Fundir og viðtöl vegna sérkennslumála
  • Þátttaka í stjórnendateymi leikskólans
  • Sér um samskipti við skólaþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sérkennslu
  • Sterk fagleg sýn
  • Jákvæðni, frumkvæði, áhugi og metnaður
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • 50% afsláttur af leikskólagjöldum
  • 36 klst vinnuvika 
  • Samræmt skóladagatal leik- og grunnskóla, til tilraunar skólarið 2024 - 2025
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur26. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kleppjárnsreykir 134380, 320 Reykholt í Borgarfirði
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar