Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Náms- og starfsráðgjafi í grunnskólum Borgarbyggðar
Grunnskólinn í Borgarnesi og Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsa eftir náms- og starfsráðgjafa frá áramótum 2025. Um er að ræða fullt starf sem skiptist milli skólanna.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að stafa í grunnskóla og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólanna. Í Borgarbyggð eru tveir grunnskólar, Grunnskólinn í Borgarnesi með 340 nemendur í 1.-10. bekk og Grunnskóli Borgarfjarðar sem starfar á þremur starfsstöðvum. Á Hvanneyri eru 33 nemendur í 1.-5. bekk, á Kleppjárnsreykjum eru 108 nemendur í 1.-10. bekk og á Varmalandi eru 33 nemendur í 1.-4. bekk.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Náms- og starfsfræðsla í elstu bekkjum grunnskóla.
- Fræðsla í bekkjum um námstækni, skipulag og markmiðssetningu.
- Fyrirlögn og úrvinnsla áhugasviðskannana.
- Stuðningur og ráðgjöf um líðan og námsframvindu einstakra nemenda.
- Ráðgjöf um markmið, námstækni og námsval til einstakra nemenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi á Íslandi.
- Samskipta- og skipulagshæfni.
- Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
- Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti.
Auglýsing birt4. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (1)