Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Álfaborg

Aðstoðarleikskólastjóri

Leikskólinn Álfaborg í Reykholti auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra til starfa í 100% stöðu frá og með desember 2024.

Aðstoðarleikskólastjóri er faglegur leiðtogi og situr í stjórnendateymi leikskólans. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af skólastefnu Bláskógabyggðar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Leikskólinn Álfaborg starfar í anda Reggio Emilia og er staðsettur í Reykholti, Biskupstungum. 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags leikskólakennara en tímabundin viðbótarlaun greiðist vegna átaksverkefnis til að fjölga leikskólakennurum. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð. Starfið hentar öllum óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •      Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins 
  •      Verkefnastjórnun snemmtækrar íhlutunar
  •      Ábyrgð á, í samstarfi við leikskólastjóra, að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans
  •      Samskipti og samvinna við foreldra í samráði við leikskólastjóra
  •      Þátttaka í foreldrafundum, starfsmannafundum, og deildarstjórafundum 
  •      Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans  
Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, sbr. lög nr. 95/2019, III kafli 9. grein og IV kafli 20. grein 

·         Menntun og/eða reynsla af stjórnun æskileg 

·         Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum 

·         Góð færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð 

·         Góð íslenskukunnátta, í ræðu og riti 

·         Góð tölvukunnátta  

Fríðindi í starfi

·         Tímabundin viðbótarlaun 

·         Yfirvinnugreiðslur (6 klst.) 

·         Ívilnun vegna aksturs 

·         Fatastyrkur 

·         Frítt fæði 

·         Stytting vinnuvikunnar 

·         Sund/líkamsræktarkort Bláskógabyggðar 

·         Skapandi starfsumhverfi 

Auglýsing birt18. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Leikskólinn Álfaborg, Reykholt, 806 Bláskógabyggð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Metnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar