Melaskóli
Melaskóli
Melaskóli

Íþróttakennari - Melaskóli

Melaskóli leitar að íþróttakennara í 50-100% stöðu.

Melaskóli er rótgróinn grunnskóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum stunda um 500 nemendur nám í 1. til 7. bekk og lögð er áhersla á vellíðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og faglegt starf. Einkunnarorð skólans eru vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði.

Við leitum að einstaklingi með góða samskiptahæfni og þekkingu á skólastarfi. Einstaklingi sem hefur óbilandi trú á nemendum, áhuga á menntun þeirra og velferð og er tilbúinn að taka þátt í því að móta metnaðarfullt skólastarf.

Nánari lýsingu á námi og kennslu í skólaíþróttum má finna í aðalnámskrá grunnskólanna https://adalnamskra.is/adalnamskra-grunnskola/kafli-23

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda, undirbúning og námsmat í samstarfi við annað starfsfólk skólans. 
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af kennslu æskileg ásamt óbilandi áhuga á að vinna með börnum
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum 
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakarvottorð
Auglýsing birt21. nóvember 2024
Umsóknarfrestur5. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hagamelur 1, 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar