Leikskólakennari / leiðbeinandi
Hagaborg er 6 deilda leikskóli og þar dvelja 123 börn og stendur við Fornhaga 8 í Reykjavík.
Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki með leikskólakennaramenntun, reynslu, þekkingu til að vinna með ungum börnum.
Starfið í leikskólanum Hagaborg er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins en á hverjum degi getum við sameinast um að leggja dýrmætan grunn að þekkingu og þroska barna. Við leikskólann er starfrækt sérkennsludeild.
Einkunnarorð leikskólans eru virðing, vinátta og hugrekki. Unnið er með vináttuverkefni Barnaheilla. Þá hefur löngum verið lögð áhersla á málrækt og hreyfingu í Hagaborg.
Stutt er í fjöruna og fjölmargir leikvellir eru í nágrenninu sem eru reglulega heimsóttir. Í Hagaborg er gott að vera og andrúmsloftið einkennist af sveigjanleika, samkennd og virðingu.
Starfið er laust nú þegar.
- · Viðkomandi vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t:
- • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna skv. starfslýsingu leikskólakennara.
- • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
- • Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk.
- • Hafa samskipti og samvinnu við foreldra í samstarfi við deildarstjóra.
- • Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni.
- ·Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði - Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
- Heilsuræktarstyrkur
- Menningarkort – bókasafnskort