Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Stuðningsfulltrúi í Hofsstaðaskóla

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 75% starf út skólaárið 2024-2025. Vinnutími er frá kl. 8:00-14:30. Stuðningsfulltrúar vinna með nemendum í nánu samstarfi við kennara, þroskaþjálfa og annað fagfólk. Mögulegt er að ná 100% starfi með starfi í frístundaheimilinu Regnboganum.

Í Hofsstaðaskóla eru um 480 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa 95 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.

Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda menntastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 skv. evrópska tungumálarammanum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Hlunnindi í starfi

Starfsmenn sveitarfélagsins geta fengið hreyfistyrk, frítt í sund, á bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands eftir 3 - 6 mánuði í starfi. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Auglýsing birt21. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skólabraut 154520, 675 Raufarhöfn
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar