

Sérkennari í Hvassaleitisskóla
Hvassaleitisskóli auglýsir eftir sérkennara í 100% starf.
Viltu vinna í skemmtilegum og fjölbreyttum starfsmannahópi? Ef svo er þá er Hvassaleitisskóli að leita eftir metnaðarfullum sérkennara sem brennur fyrir velferð nemenda og framsæknu skólastarfi.
Í Hvassaleitisskóla er fjölbreyttur og hæfileikaríkur nemendahópur. Í hverjum árgangi eru tveir námshópar sem tveir umsjónarkennarar bera sameiginlega ábyrgð á. Við hvetjum til fjölbreyttra vinnubragða og leggjum áherslu á teymisvinnu. Samvinna kennara miðar að því að skapa metnaðarfullt námsumhverfi þar sem hver og einn nemandi fær sín notið. Skólinn er leiðsagnarnámsskóli og starfar eftir agastefnunni “Jákvæður agi”. Á yngsta stigi er kennt eftir aðferðum Byrjendalæsis og á miðstigi eftir aðferðum Læsi fyrir lífið. Í skólanum er starfandi einhverfudeild sem gengur undir nafninu Meistaradeild og fléttast starfið þar inn í allt skólastarfið. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.
- Annast sérkennslu í skólanum
- Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara, faggreinakennara og stuðningsfulltrúa árganga.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Situr í læsisteymi skólans
- Heldur utan um skimanir og úrvinnslu þeirra
- Menntun og leyfi til þess að nota starfsheitið kennari.
- Menntun í sérkennslufræðum er kostur
- áhugi á að starfa með börnum
- lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- ábyrgð, stundvísi og samviskusemi
- íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum matskvarða um tungumálaviðmið
- skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð
- menningar- og bókasafnskort
- samgöngustyrkur
- sundkort
- heilsuræktarstyrkur












