Sérfræðingur í Microsoft lausnum
OK leitar að öflugum Microsoft sérfræðingi (3rd level) sem hefur víðtæka þekkingu á upplýsingakerfum og reynslu af kerfisrekstri.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga og reynslu í að hanna, reka og þróa Microsoft umhverfi viðskiptavina OK. Viðkomandi þarf að hafa næmt auga fyrir úrbótaverkefnum og sjálfvirknivæðingu.
Unnið er í góðum hópi sérfræðinga sem sjá um rekstur og innleiðingar á fjölbreyttum og umfangsmiklum Microsoft umhverfum viðskiptavina. Um er að ræða eitt af lykilhlutverkum í að móta og sjá til þess að umhverfi séu rekin og uppfærð farsællega. Starfið er að miklu leyti unnið í samstarfi við viðskiptavini en snýr einnig að ráðgjöf við annað starfsfólk OK svo hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvægur þáttur í starfinu.
Starfið tilheyrir Skýja- og rekstrarþjónustu (SKOR) og felst í ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini ásamt uppsetningum og verkefnavinnu.
OK vinnur fyrir mörg af stærstu og kröfuhæstu fyrirtækjunum þegar kemur að upplýsingatækni og lausnaráðgjöf. Starfsmenn okkar fá því tækifæri til að koma að ýmsum flóknum og spennandi innleiðingarverkefnum og viðhaldsverkefnum í margvíslegum IT umhverfum.
- Innleiðingar á Microsoft skýjalausnum
- Þjónusta, tæknileg aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina
- Innleiðingar og uppsetningar miðlara
- Tryggja daglegan rekstur og uppfærslur miðlara
- Greining og úttektir á umhverfum viðskiptavina
- Ráðgjöf og áætlanagerð varðandi úrbætur
- Rekstur hugbúnaðarkerfa á miðlurum
- Að lágmarki 8 ára starfsreynsla í upplýsingatækni
- Þekking og reynsla af Microsoft umhverfum
- Microsoft vottun
- Þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptahæfni
- Gagnrýnin- og lausnamiðuð hugsun
- Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi