Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður

Leiðtogi stafrænnar þróunar

Skagafjörður óskar eftir að ráða framsækinn einstakling í starf leiðtoga stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 100% starfshlutfall og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leiðtogi stafrænnar þróunar er leiðandi í innleiðingu nýrra tæknilausna og starfsfólki sveitarfélagsins til stuðnings og ráðgjafar um tækninýjungar og stafrænar lausnir. Einnig mótar leiðtoginn stefnu og framtíðarsýn í samræmi við áherslur sveitarfélagsins í stafrænum innviðum. Leiðtogi stafrænnar þróunar heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs en vinnur þvert á svið sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkefnastjórn umbreytingaverkefna hjá sveitarfélaginu á sviði stafrænnar þróunar
  • Innleiðing nýrra tæknilausna hjá sveitarfélaginu
  • Ábyrgð á upplýsingaöryggi
  • Greining á möguleikum tækifærum, endurskoðun ferla og verklags
  • Leiða þverfagleg verkefnateymi
  • Greining á þörfum íbúa/notenda
  • Áætlanagerð og greining gagna
  • Fræðsla og aðstoð til starfsmanna í nýtingu stafrænna lausna
  • Fylgja eftir og miðla sjónarmiðum sveitarfélagsins á sviði upplýsingatækni
  • Kerfisstjórn á ýmis kerfi sem eru í notkun í stjórnsýslu sveitarfélagsins
  • Samskipti við þjónustuaðila í stafrænum lausnum

Þekkingar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagsfærni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
  • Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
  • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Þekking og reynsla af rekstri og áætlanagerð kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Baldur Hrafn Björnsson, sviðsstjóri, 455 6000, baldurhrafn@skagafjordur.is.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Prófskírteini og greinargóð ferilskrá skal fylgja umsókn ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem fram kemur af hverju sótt er um starfið og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þess.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar