Fjársýslan
Fjársýslan

SÉRFRÆÐINGUR Í GREIÐSLUSTÝRINGU

Fjársýsla ríkisins (FJS) auglýsir lausa stöðu sérfræðings hjá greiðslustýringu Fjárstýringar. Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi.
Fjárstýring sér m.a. um greiðslustýringu fyrir ríkissjóð, ráðuneyti og þær ríkisstofnanir sem þess óska. Þá annast sviðið móttöku á innheimtu og framlagsfé frá stofnunum ríkisins ásamt innheimtu á skuldabréfum fyrir ríkissjóð.

Mikil áhersla er á þróun rafrænnar þjónustu hjá FJS og fékk stofnunin sérstaka viðurkenningu sem kallast Stafræn skref á ráðstefnunni Tengjum ríkið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greiðslur fyrir ríkissjóð, ráðuneyti og ríkisstofnanir
  • Uppgjör og afstemmingar
  • Samskipti við stofnanir ríkisins, lánastofnanir og lánadrottna
  • Þátttaka í innleiðingu á greiðsluþjónustu fyrir stofnanir í A-hluta
  • Þátttaka í þróun verkferla tengdum sjóðsstýringu
  • Önnur verkefni er tengjast greiðslustýringu fyrir ríkissjóð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum
  • Góð kunnátta á Excel
  • Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Samviskusemi og agi í vinnubrögðum
  • Þekking á fjárhagskerfi Orra er kostur
  • Frumkvæði, metnaður til að ná árangri og tileinka sér nýjungar
  • Hreint sakarvottorð
Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur6. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar