EFLA
EFLA

Fjármálastjóri

EFLA óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling í starf fjármálastjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða félagið inn í nýja og spennandi tíma ásamt öflugu stjórnendateymi.

EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið, dóttur- og hlutdeildarfélög erlendis, og í samstæðu fyrirtækisins starfa um 600 starfsmenn.

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun á jafningjagrundvelli þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og reksturs, þ.m.t. gerð uppgjöra, greininga og sjóðastýringu
  • Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð
  • Ábyrgð á bókhaldi og gerð ársreiknings
  • Ábyrgð á reikningagerð og innheimtu
  • Samskipti við kröfuhafa og skuldunauta
  • Samskipti og samvinna við endurskoðanda félagsins
  • Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
  • Samningagerð, s.s. við birgja
  • Þátttaka í stefnumótun og umsjón með þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála, endurskoðunar eða skyldra greina
  • Farsæl og árangursrík reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjörum
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar, framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að byggja upp sterka liðsheild
  • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
  • Reynsla af verkefnastjórnun, innleiðingu breytinga og/eða sjálfvirknivæðingu er æskileg
  • Góð færni í notkun á helstu upplýsingatæknilausnum og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt14. nóvember 2024
Umsóknarfrestur1. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.Reikningagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar