

Sérfræðingur í fjármáladeild
RÚV leitar að talnaglöggum, jákvæðum og drífandi einstakling til þess að ganga til liðs við okkar öfluga teymi í fjármáladeild. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefast til að þróast í starfi.
Hjá RÚV starfar kraftmikill og fjölbreyttur hópur fólks sem vinnur verk sín af lífi og sál og er stolt af starfi sínu. Vinnustaðurinn er lifandi þekkingar- og nýsköpunarsamfélag sem einkennist af fróðleiksfýsn, framsækni, víðsýni og sköpunarkrafti.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Færsla bókhalds, afstemmingar og aðstoð við uppgjör.
- Reikningagerð og móttaka reikninga.
- Vinna við umbætur í rekstri og önnur tilfallandi verkefni í fjármáladeild.
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðurkenndur bókari.
- Haldbær þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af reikningshaldi er kostur.
- Góð almenn tölvufærni og þekking á Office365 umhverfinu. Góð færni í Excel er kostur.
- Reynsla af Navision og/eða Busisness Central er kostur.
- Góð samskiptafærni, jákvæðni og metnaður.
- Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
- Góð almenn íslenskufærni í ræðu og riti.
Nánari upplýsingar veitir Björn Þór Hermannsson fjármálastjóri, [email protected], s: 515 3000.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Stefna RÚV er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.












