Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðistarf á Þjónustu- og upplýsingasvið

Skatturinn er framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í tengslum við ný verkefni, m.a. vegna kílómetragjalds, er laust starf sérfræðings á þjónustu- og upplýsingasviði. Um fjölbreytt verkefni er að ræða er tengjast m.a. upplýsingagjöf um skatta-, innheimtu- og tollamálum með ýmsum þjónustuleiðum, úrvinnslu ýmissa gagna sem viðskiptavinir óska eftir, afgreiðslu erinda, ráðstöfun séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa eða greiðslna inn á húsnæðislán og öðru er tengist verkefnum Skattsins. Starfsmenn á þjónustu- og upplýsingasviði eru staðsettir á Akureyri og í Reykjavík. Nú er auglýst eftir starfsmanni í Reykjavík.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða)

• Þekking eða áhugi á almennri skattframkvæmd er kostur

• Fáguð framkoma og góð samskiptafærni

• Jákvæðni og rík þjónustulund

• Skipulögð, nákvæm, vandvirk og sjálfstæð vinnubrögð

• Frumkvæði og metnaður

• Geta til að vinna undir álagi og í teymi

• Góð hæfni til að miða upplýsingum í minni og stærri hópa

• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli

• Góð almenn tölvukunnátta

• Vilji til að læra og tileinka sér nýja þekkingu

• Hreint sakavottorð

Fríðindi í starfi

·              36 klukkustunda vinnuvika

·              Sveigjanlegur vinnutími og stuðningur til að vaxa í starfi

·              Frábært mötuneyti og líkamsræktaraðstöð

·              Samgöngustyrkur

Auglýsing birt11. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar