Umhverfisstofnun
Hlutverk Umhverfisstofnunar er að annast þjónustu og ákvarðanir er varða umhverfisgæði og náttúruvernd.
Starfsemin fer fram á níu starfsstöðvum um allt land en bæði á Borgum á Akureyri og á Suðurlandsbraut í Reykjavík er starfað í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.
Starfsstöðvarnar okkar eru:
Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstaðir, Hella, Reykjavík, Hvanneyri, Hellissandur, Patreksfjörður og Ísafjörður.
Við sjáum um:
Friðlýst svæði (önnur en Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvallaþjóðgarð) og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Vernd á lífríki og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
Losunarbókhald Íslands vegna skuldbindinga í loftslagsmálum
Mengunarvarnir – útgáfa leyfa og eftirlit
Umsagnir vegna mats á umhverfisáhrifum og skipulags
Efnamál – vernd heilsu og umhverfis
Hringrásarhagkerfi - innleiðing og grænn lífsstíll
Vatnamál - stjórnun vatnamála
Bráðamengun í hafi - viðbragð
Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Laust er til umsóknar starf sérfræðings á sviði umhverfisgæða í teymi eftirlits. Helstu verkefni sérfræðingsins munu felast í samræmingu starfs heilbrigðiseftirlita og leiðbeiningum og fræðslu til heilbrigðiseftirlita auk mengunareftirlitsstarfa hjá Umhverfis- og orkustofnun. Sérfræðingurinn mun hafa samstarf við ýmsar stofnanir sem koma að málefnum tengdum hollustuháttum. Þátttaka í eftirlitsstarfi felur í sér ferðalög innanlands og samskipti við eftirlitsskylda aðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samræming starfs heilbrigðiseftirlita
- Leiðbeiningar og fræðsla til heilbrigðiseftirlita
- Eftirlit með fyrirtækjum sem hafa starfsleyfi útgefin af Umhverfisstofnun
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði náttúruvísinda, verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og/eða reynsla af málefnum hollustuhátta og mengunareftirlits er kostur
- Reynsla af að starfa í teymi er kostur
- Stafræn verkefni – þekking og geta til að sýna frumkvæði
- Mjög gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
- Gott vald á ensku
- Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum er skilyrði
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur hf
Sérfræðingur / Principal Scientist – Pilot Lab
Alvotech hf
Sérfræðingur / Senior Scientist – Pilot Lab
Alvotech hf
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Senior Software Engineer
CCP Games
Sérfræðingur í þróun frumulína (Cell Line Development Lead)
Alvotech hf
Sérfræðingur í jarðvarma
Verkís
Sérfræðingur á sviði straum- og/eða vatnafræði
Verkís
Machine Learning Engineer
Marel
Netsérfræðingur
Neyðarlínan