Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Sérfræðingur á samningasviði

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða öflugan sérfræðing í samningateymi stofnunarinnar. Í starfinu felst að vera í forsvari fyrir hönd sviðsins í samningagerð og vera í leiðandi hlutverki í samningaviðræðum. Starfið felur einnig í sér frumathuganir vegna nýrrar þjónustu, setu í samstarfsnefndum vegna tiltekinna samninga og þátttöku í úttektum á samningum. Samningateymi sjúkratrygginga semur um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, s.s. um þjónustu heilsugæslustöðva, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks, öldrunarþjónustu, sjúkraflutninga og hjálpartækja. Verkefni teymisins eru bæði ögrandi og spennandi og krefjast þess að geta unnið sjálfstætt sem og í teymum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Samningaviðræður og samningagerð
  • Samstarf við samningsaðila og stofnanir
  • Úrvinnsla upplýsinga tengdum samningum
  • Kostnaðarmat, mat á umfangi og kostnaðargreining samninga
  • Mat á árangri og framkvæmd samninga

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stýringu verkefna
  • Þekking á BI gagnagreiningu
  • Reynsla af opinberum innkaupum er kostur
  • Reynsla af því að leiða samningaviðræður er kostur
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Frumkvæði og metnaður
  • Góð samskipta- og aðlögunarhæfni og lausnarmiðað hugarfar
  • Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna, auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Sjá nánari upplýsingar um Sjúkratryggingar á vef stofnunarinnar www.sjukra.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar