Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Lögfræðingur

Sjúkratryggingar óska eftir að ráða til starfa lögfræðing í samningateymi stofnunarinnar. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem vinnur þétt saman. Samningateymi stofnunarinnar semur um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, s.s. um þjónustu heilsugæslustöðva, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, hjúkrunarheimila, sjúkraflutninga og hjálpartækja ásamt því að vinna frumathuganir vegna nýrrar þjónustu og taka þátt í úttektum á samningum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Lögfræðileg álit og ráðgjöf
  • Þátttaka í kaupum á heilbrigðisþjónustu eftir mismunandi innkaupaleiðum
  • Þátttaka í samningaviðræðum og samningagerð
  • Samskipti við samningsaðila og stofnanir
  • Úrvinnsla upplýsinga tengdum samningum
  • Mat á árangri og framkvæmd samninga

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Góð þekking á samningarétti og reynsla af samningagerð
  • Góð þekking á stjórnsýslurétti
  • Góð þekking á lögum og reglum sem gilda um heilbrigðisþjónustu og sjúkratryggingar er kostur
  • Þekking og reynsla af sviði opinberra innkaupa er kostur
  • Færni í meðferð og greiningu talnagagna er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og nákvæm vinnubrögð
  • Góð samskipta- og aðlögunarhæfni og lausnamiðað hugarfar
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna, auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Sjá nánari upplýsingar um Sjúkratryggingar á vef stofnunarinnar www.sjukra.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samningagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar