Markaðsgreining + Gallup
Markaðsgreining + Gallup

Viðskiptastjóri sölutölur á dagvörumarkaði

Markaðsgreining og Gallup leita að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á gögnum og dagvörumarkaði til að halda utan um og þjónusta viðskiptavini Markaðsgreiningar með sölutölur á dagvörumarkaði, ásamt því að sinna verkefnum á sviði rannsókna á vegum Gallup. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf sem m.a. er unnið í samvinnu við alþjóðlega rannsóknafyrirtækið NielsenIQ. Starfið er tímabundið til eins árs en með möguleika á framhaldi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér verkefnastjórn í tengslum við sölutölur á dagvörumarkaði, greining á þróun í mismunandi vöruflokkum, skýrslugerð og samskipti við verslanir og viðskiptavini. Einnig felst í starfinu umsjón með ýmsum rannsóknarverkefnum hjá Gallup.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð þekking og reynsla af vinnslu með gögn í Excel
  • Hæfni við að tileinka sér notkun á nýjum forritum
  • Reynsla af vinnu með upplýsingar á dagvörumarkaði kostur
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og geta til að vinna í hópi
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Gagnrýnin hugsun, framsýni og frumkvæði
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði
  • Metnaður og vönduð vinnubrögð
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagnaPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.