Hringdu
Hringdu
Hringdu

Sérfræðingur í fjarskiptum – Þjónusta og tæknileg þróun

Hæ!

Við leitum að drífandi sérfræðingi í fjarskiptum til að slást í hópinn á fyrirtækjasviði Hringdu. Í starfinu felst að aðstoða viðskiptavini með ýmis tæknileg mál en einnig að taka virkan þátt í að móta tæknilega framtíð fyrirtækjasviðs Hringdu. Þú ert með jákvætt viðmót, hugsar í lausnum og vilt umfram allt veita frábæra þjónustu.

Hvað ertu að fara gera?

  • Aðstoða fyrirtæki yfir síma & tölvupóst með tæknileg mál
  • Setja upp og viðhalda símkerfum
  • Setja upp og viðhalda netbúnaði og þráðlausum kerfum
  • Veita tæknilega ráðgjöf til viðskiptavina og starfsmanna
  • Eiga samskipti við okkar helstu birgja
  • Tækla ýmis önnur verkefni sem koma upp á

Hæfniskröfur

  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Reynsla af Ubiquiti & Cisco er æskileg
  • Reynsla af uppsetningu símkerfa er kostur

Annað

  • Um er að ræða 100% starf
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
  • Sjö tíma vinnudagur


Ef þér líst vel á okkur og starfið hvetjum við þig til að sækja um!


Um Hringdu

Hringdu er lítið en ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar geta unnið sig upp í starfi. Hér vinna fáar hendur mörg og mismunandi verk og er því starfið fjölbreytt, reynslumikið og ríkt af ábyrgð. Við fáum sendan mat í vinnuna fimm daga vikunnar og skálum alla föstudaga. Starfsmannafélagið Svaraðu sér fyrir góðu skemmtanalífi og hér elska allir kaffi, ketti & hunda.

Hringdu var valið Fyrirmyndafyrirtæki hjá VR árið 2017, 2018, 2019 og Fyrirtæki ársins 2020, 2021, 2022 og 2024. Fjölskylduvænn vinnustaður árið 2024.

Hringdu var með ánægðustu viðskiptavini í net- og símaþjónustu skv. Meðmælingu Maskínu 2019, 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024.

Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Ármúli 27, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar