
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Rafbúnaðarhönnuður
Héðinn hf. leitar að reyndum og lausnamiðuðum rafbúnaðarhönnuði til að styrkja öfluga raftæknideild fyrirtækisins. Starfið býður upp á fjölbreytt verkefni tengd hönnun, forritun og gangsetningu rafkerfa fyrir flókinn og áhugaverðan framleiðslu- og iðnaðarbúnað, bæði innanlands og erlendis.
Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglega krefjandi verkefnum sem oft krefjast töluverðrar fjarveru.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni þar sem rafkerfi eru hönnuð, forrituð og gangsett fyrir framleiðslu- og iðnaðarbúnað á Íslandi og erlendis.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við krefjandi verkefni í framsæknu og rótgrónu fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og útfærsla rafkerfa, þar á meðal rafmagnsteikningar og skjámyndahönnun.
- PLC forritun og prófanir.
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina.
- Gagnsetning og prófanir á kerfum, bæði á Íslandi og erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. rafmagnsiðnfræði, - tæknifræði, -verkfræði eða sambærileg.
- Sveinspróf í rafiðngreinum er kostur.
- Reynsla af Allen Bradley iðntölvum er mikill kostur.
- Lausnamiðuð hugsun, nákvæmni og skipulagshæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Líkamsræktaraðstaða
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
- Golf- og skothermir
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Cardgames.io leitar að forritara
Rauðás Games ehf.

Ráðgjafi kerfisbundins frágangs
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.

Forritari - Sjónvarp Símans
Síminn

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Linux kerfisstjórn og forritun
1984 ehf

Sérfræðingur í iðnstýrikerfum
Lota

Hugbúnaðarsérfræðingur
Sýn

Forritari
Dropp

Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi okkar
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Senior Software Engineer
CCP Games

Forritari fyrir framúrskarandi teymi
EFLA hf

Rafvirki
Veitur