Héðinn
Héðinn
Héðinn

Rafbúnaðarhönnuður

Héðinn hf. leitar að reyndum og lausnamiðuðum rafbúnaðarhönnuði til að styrkja öfluga raftæknideild fyrirtækisins. Starfið býður upp á fjölbreytt verkefni tengd hönnun, forritun og gangsetningu rafkerfa fyrir flókinn og áhugaverðan framleiðslu- og iðnaðarbúnað, bæði innanlands og erlendis.

Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglega krefjandi verkefnum sem oft krefjast töluverðrar fjarveru.

Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni þar sem rafkerfi eru hönnuð, forrituð og gangsett fyrir framleiðslu- og iðnaðarbúnað á Íslandi og erlendis.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við krefjandi verkefni í framsæknu og rótgrónu fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og útfærsla rafkerfa, þar á meðal rafmagnsteikningar og skjámyndahönnun.
  • PLC forritun og prófanir.
  • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina.
  • Gagnsetning og prófanir á kerfum, bæði á Íslandi og erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. rafmagnsiðnfræði, - tæknifræði, -verkfræði eða sambærileg.
  • Sveinspróf í rafiðngreinum er kostur.
  • Reynsla af Allen Bradley iðntölvum er mikill kostur.
  • Lausnamiðuð hugsun, nákvæmni og skipulagshæfni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Líkamsræktaraðstaða
  • Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
  • Golf- og skothermir 
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar