

Hugbúnaðarsérfræðingur
Við leitum að reyndum og lausnamiðuðum hugbúnaðarsérfræðingi til að starfa við þróun og rekstur á hugbúnaðarlausnum Sýnar. Verkefnin eru fjölbreytt og unnin í náinni samvinnu við þróunarteymi, viðskiptadeildir og sérfræðinga í einingum Sýnar til að tryggja að hugbúnaðarlausnir standist bæði tæknilegar og viðskiptalegar kröfur. Viðkomandi mun tilheyra Upplýsingatæknisviði en á sviðinu starfa metnaðarfull teymi sem sérhæfa sig í hugbúnaðartengdum verkefnum Sýnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framþróun og viðhald stafrænna lausna fyrir viðskiptavini, sölu eða þjónustu eða aðra hagsmunaaðila Sýnar.
- Greining, hönnun og útfærsla á nýjum eiginleigum í samræmi við þarfir.
- Samþætting kerfa og þróun vefþjónusta.
- Leiðréttingar á villum og bestun á hugbúnaðarkerfum.
- Sjálvirknivæðing ferla, afhendinga, prófana og reksturs.
- Þáttaka í skjalagerð og skjölun kóða.
- Þáttaka í kóðarýni.
- Viðhalda þekkingu á tækninýjungum innan hugbúnaðarþróunar, meta hvernig þær geta stutt við rekstur Sýnar og tryggt samkeppnishæfni.
- Þáttaka í mótun á tæknilegum arkítektúr og kerfislandslagi fyrir upplýsingatækni Sýnar með það að markmiði að tryggja skalanleika, skilvirkni, öryggi og áreiðanleika.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun.
- Góð skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Lausnamiðað hugafar og sveigjanleiki.
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi.
- Góð færni í ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 18.maí nk. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Vignisson, Deildarstjóri Hugbúnaðarþróunar, [email protected]
Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningavefinn okkar.
Hvað höfum við að bjóða þér?
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Spennandi verkefni
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Möguleika á starfsþróun
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
- Árlegan heilsustyrk
- Árlegan símtækjastyrk
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Hver erum við?
Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Já.is, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.













