EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Forritari fyrir framúrskarandi teymi

EFLA leitar að drífandi og lausnamiðuðum forritara til að ganga til liðs við mælingarteymi EFLU á Suðurlandi. Teymið vinnur að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum er tengjast vefsjárþjónustu, landupplýsingum, stjórnun og miðlun gagna, nýsköpun og þróun gagnaumhverfa. Ef þú hefur áhuga á að þróa lausnir sem nýtast í raunheimum, vinnur bæði vel í teymi og sjálfstætt og hefur auga fyrir nýjungum, þá viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun og viðhald á vefsjárlausnum
  • Vinna með landupplýsingakerfi og viðmótstækni
  • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og þróun gagnaumhverfisins Gagnalands
  • Samvinna við sérfræðinga í fjölbreyttum greinum EFLU
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking á JavaScript/TypeScript og nútíma vefumsýslukerfum (frameworks)
  • Reynsla af Git og GitLab
  • Kunnátta í Docker og docker-compose
  • Reynsla af REST API hönnun og þróun
  • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Frumkvæði, ábyrgð og metnaður í starfi
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar