Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Öflugur og úrræðagóður aðili í fjölbreytt störf hjá Landhelgisgæslunni

Landhelgisgæsla Íslands leitar að úrræðagóðum, þjónustulunduðum og sveigjanlegum aðila til að starfa við annars vegar umsjón og afgreiðslu rekstrarvöru- og fatalagers og hins vegar vöktun á Faxagarði með varðskipum stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón rekstrarvöru- og fatalagers, innkaup og afgreiðsla. Meðal verkefna eru:

    • Innkaup á rekstrarvöru og einkennisfötum og aðstoð við innkaup vegna varðskipa

    • Afgreiðsla af lager og samskipti við bæði birgja og starfsfólk

  • Vöktun á Faxagarði og aðgangsstýring. Meðal verkefna eru:

    • Almenn öryggisgæsla og umsjón með bryggju og skipakosti

    • Almenn umhirða á bryggjunni og landfestar við komu og brottför

  • Önnur tilfallandi störf eftir atvikum

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni

  • Frumkvæði og drifkraftur

  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Jákvæðni, þjónustulund og gott álags- og streituþol

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Bílpróf er skilyrði

  • Þekking á skipum og skiparekstri æskileg

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012

Auglýsing birt12. desember 2025
Umsóknarfrestur6. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Faxagarður 1
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar