Nemi í bifvélavirkjun
Mazda, Citroën, Peugeot og Opel verkstæði Brimborgar við Bíldshöfða 8 í Reykjavík leitar að öflugum nemum í bifvélavirkjun til starfa.
Starfið er einstaklega lifandi og skemmtilegt þar sem unnið er við nýjustu bílatækni í framúrskarandi vinnuaðstöðu með öflugan búnað til. Allt kapp er lagt á að gera öll störf eins létt og kostur er með margvíslegum búnaði.
Starfsmannaaðstaða er einstök með framúrskarandi búningsaðstöðu ásamt því að öflug starfsmannafélög eru starfrækt hjá Brimborg.
Við leitum að nemum í bifvélavirkjun til að ganga til liðs við Mazda, Citroën, Peugeot og Opel þjónustureymi Brimborgar í framúrskarandi vinnuumhverfi sem þykir spennandi að vinna við nýjustu tækni í frábærum hóp tæknimanna með góðum stuðningi starfsfólks og stjórnenda þar sem eru miklir möguleikar til símenntunar.
- Vinna við bilanagreiningu, þjónustu og viðgerðir á Mazda, Citroën, Peugeot og Opel bílum undir stjórn meistara
- Þátttaka í þjálfun og símenntun
- Nemi í bifvélavirkjun (hefur lokið 2 faglotum)
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
- Grunnfærni í almennri tölvunotkun
- Góð þjónustulund og samskiptahæfileikar
- Gilt bílpróf
- Margvísleg fríðindi sbr. mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru- og þjónustu fyrirtækisins