Iðnmenntaðir einstaklingar
Við erum að leita að rafvirkja og eða rafeindavirkja með sveinspróf í fullt starf. Einnig leitum við að nemum í rafvirkjun.
Viðkomandi þarf að vera lausnarmiðaður, vandvirkur og geta unnið sjálfstætt.
Hjá Eldbergi færðu tækifæri til þess að nýta reynslu og þekkingu í fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Við sinnum meðal annars heildaruppsetningum fjarskiptabúnaðar um allt land og starfið kallar á hugmyndaauðgi og útsjónarsemi.
Starfsmenn Eldbergs hafa mikla reynslu þannig að þó þú hafir ekki unnið við fjarskiptabúnað áður er það ekkert mál. Við kennum þér allt sem við kunnum og þú deilir þinni þekkingu með okkur.
Starfinu fylgja stutt ferðalög innanlands og er mikið unnið í teymum þannig að góð samskiptahæfni er mikilvægur eiginleiki. Starfið er hreinlegt og öruggt og við útvegum allan búnað.
Þú mátt hins vegar ekki vera lofthræddur því við vinnum oft í hæð.
Upplýsingar um starfið veitir Sævaldur Bjarnason í síma 893-8052 á milli kl. 08-18 alla virka daga.
- Sveinspróf
- Iðnmenntun
- Íslensku- og/eða enskukunnátta
- Góðir samskiptahæfileikar
- Úrræðasemi