Tæknistjóri vatns og hitaveitu
HS Veitur leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf tæknistjóra vatns og hitaveitu.
Tæknistjóri vatns og hitaveitu mun spila lykilhlutverk í þróun, framkvæmd og viðhaldi neysluvatns- og hitaveitna fyrirtækisins. Fyrirtækið á og rekur vatns- og hitaveitur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum, þar sem er rafkynt hitaveita.
Tæknistjóri tekur þátt í hönnun, þróun og stöðlun á verklagi við rekstur og uppbyggingu veitukerfa. Starfið felur m.a. í sér stefnumótun og framtíðarsýn vatns- og hitaveitna á hverju veitusvæði og stuðlar að hagkvæmum og öruggum rekstri veitukerfa HS Veitna.
Viðkomandi þarf að hafa góða tækniþekkingu, samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. Tæknistjóri vatns og hitaveitu verður hluti af samhentu teymi tækni & nýsköpunar sem sinnir greiningum, hönnun, verkefnisstjórn og áætlunargerð veitukerfa. Starfið heyrir undir forstöðumann tækni & nýsköpunar.
Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.
- Hönnun og framtíðarsýn vatns og hitaveitu
- Kerfisgreiningar og áætlunargerð vegna endurnýunar og nýframkvæmda
- Innleiða nýjar tæknilausnir og verkferla til að auka hagkvæmni
- Samskipti við viðskiptavini, sveitarfélög og hagaðila til að tryggja samræmingu í verklegum framkvæmdum
- Samskipti við verkfræðistofur og birgja
- Stuðningur og samstarf við svæðisstjóra, verkstjóra og annað starfsfólk
- Háskólapróf verk- eða tæknifræði
- Þekking á vatns- og hitaveitu kostur
- Þekking á hugbúnaði tengdum stjórnbúnaði, rekstri, hermun eða hönnun veitukerfa
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
- Frumkvæði, þjónustulund og sjálfstæði í starfi
- Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf
- Gott vald á íslensku og ensku