Markaðsstjóri - Álfaborg

Álfaborg er rótgróið fyrirtæki sem var stofnað árið 1986 og er sérhæfð byggingavöruverslun með áherslu á gólfefni og tengd efni. Hjá Álfaborg starfa um 20 manns og leitar fyrirtækið nú að markaðsstjóra til að bætast við í góðan hóp starfsmanna.

Helstu viðskiptavinir Álfaborgar eru verktakar, fasteignafélög, ríki og borg, iðnaðarmenn, arkitektar, endursöluaðilar og einstaklingar.

Fyrirtækið leitar því að aðila sem getur sett sig í spor fjölbreytts hóps viðskiptavina og hefur metnað til að mæta kröfum þeirra með framsýni að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með og ábyrgð á kynningar- og markaðsmálum
  • Framkvæmd og eftirfylgni birtinga- og markaðsáætlana
  • Kynningar til stærri aðila og hönnuða í samstarfi við söludeild
  • Kostnaðaráætlanir og greiningar
  • Umsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun, þekking og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stafrænni markaðssetningu og góð færni í að lesa og greina gögn
  • Samskiptafærni, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög góð færni í ritun á íslensku og textagerð
  • Drifkraftur, jákvæðni og metnaður í starfi
Auglýsing birt21. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 6, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar