ÍSOR
ÍSOR

Skrifstofustarf á sviði mannauðs og innri þjónustu

Ef þú hefur brennandi áhuga á fjölbreyttum verkefnum og samskiptum er þetta starf fyrir þig. Við leitum að jákvæðum, drífandi og fjölhæfum einstaklingi í fjölbreytt skrifstofustarf hjá ÍSOR.

Einkunnarorð stefnu ÍSOR er sjálfbærni í verki og er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR að sinna rannsóknum og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og styðja þannig við stefnu stjórnvalda á sviði orku- og loftslagsmála.


Helstu verkefni og ábyrgð:

Verkefnin eru fjölbreytt og í starfinu felst meðal annars yfirlestur og aðstoð við uppsetningu á útgefnu efni ásamt efnisöflun og birtingu á miðlum ÍSOR. Auk þess er um að ræða afleysingar á fjármálasviði og önnur tilfallandi verkefni. Verkefni ÍSOR eru unnin í teymisvinnu þar sem styrkleikar starfsfólks fá að njóta sín.


Menntunar- og hæfniskröfur:

• Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi.

• Góð almenn tölvukunnátta, sér í lagi Word og Excel.

• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni er skilyrði.

• Gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti.

• Reynsla af textagerð og miðlun efnis er kostur.

• Reynsla af bókhalds- og/eða gjaldkerastörfum kostur.

• Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi á köflum.


Við bjóðum:

• Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.

• Nútímalega vinnuaðstöðu.

• Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma.

• Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.


Um er að ræða 100% starf á skrifstofu ÍSOR í Kópavogi. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við fólk til að sækja um óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2024. Smelltu hér til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og innri þjónustu, valgerdur.gunnarsdottir@isor.is

Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Kjarnastarfsemi ÍSOR er víðtæk ráðgjöf á sviði jarðvísinda með áherslu á jarðhita. Einnig sinnir ÍSOR rannsóknum, kennslu og fræðslu í jarðvísindum ásamt því að hýsa starfsemi Jarðhitaskóla GRÓ sem hefur það að markmiði að byggja upp þekkingu og getu í þróunarlöndum til sjálfbærrar nýtingar vistvænna jarðvarmaorkugjafa.

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur30. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar