Syndis
Syndis
Syndis

Ertu markaðssnillingurinn sem við leitum að?

Syndis leitar að metnaðarfullri og skapandi manneskju til að stýra markaðsmálum fyrirtækisins og ganga til liðs við öflugt teymi okkar. Um nýja stöðu er að ræða og því einstakt tækifæri fyrir framsýna manneskju með ástríðu fyrir markaðssetningu og nýsköpun í ört vaxandi heimi netöryggismála.

Um starfið
Sem markaðsstjóri munt þú bera ábyrgð á að þróa og framfylgja markaðsáætlunum sem byggir á nýjum hönnunarstaðli og viðhalda sterkri ímynd fyrirtækisins í netöryggi. Þú munt vinna náið með öllum teymum innan Syndis til að tryggja að þjónusta og vörur fyrirtækisins nái til viðeigandi markhópa. Meðal verkefna eru:

  • Að byggja upp markaðsherferðir með aðkomu auglýsingastofu og meta árangur af slíkum herferðum

  • Efnissköpun og skapandi framsetning á vörum og þjónustu á stafrænum vettvangi, m.a. á vefsíðu og samfélagsmiðlum Syndis

  • Samstarf við stjórnendur og starfsfólk við að miðla sérhæfðri þjónustu Syndis

  • Að fylgjast með nýjum stefnum og straumum í netöryggisgeiranum

Við leitum að manneskju sem:

  • Hefur viðeigandi háskólamenntun og/eða reynslu tengda markaðsmálum

  • Er skapandi, framsækin og hefur góða samskiptahæfni

  • Hefur gífurlegan áhuga á tækni og netöryggismálum

  • Býr yfir góðri tæknifærni og leitar leiða til að ná árangri í starfi

  • Hefur gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli

Fríðindi í starfi:

  • Sveigjanleiki í starfi
  • Fyrsta flokks mötuneyti
  • Öflugt félagslíf
  • Líkamsræktaraðstaða
  • Leikjakjallari með pool, pílu, PS5 o.fl.
  • Íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl. fríðindi


Af hverju Syndis?
Syndis er leiðandi fyrirtæki í upplýsingaöryggi sem sérhæfir sig í öryggislausnum og ráðgjöf á alþjóðamarkað. Fyrirtækið er í örum vexti og starfa þar nú yfir 50 öryggissérfræðingar bæði hér á landi og erlendis. Fyrirtækið er vottað skv. ISO 27001 og hlaut einnig jafnlaunastaðfestingu nýlega.

Við bjóðum upp á inngildandi vinnustað, fyrsta flokks félagslíf, samkeppnishæf kjör og mjög góð starfsmannafríðindi. Vinnuumhverfið er fjölskylduvænt, vinnutíminn sveigjanlegur, heimavinna eftir hentisemi og góður stuðningur við þróun í starfi og endurmenntun.

Erum við að leita að þér?
Ef þér finnst hlutverkið sem um ræðir spennandi, sendu okkur endilega umsókn með kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til 27.október.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Upplýsingar um starfið veitir Eva Demireva, mannauðsstjóri (eva@syndis.is).

Auglýsing birt18. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar