Leikskólinn Tjörn
Leikskólinn Tjörn

Leikskólinn Tjörn óskar eftir leikskólakennara

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Tjörn.

Tjörn er fjögurra deilda leikskóli sem starfræktur er í tveimur húsum, Tjarnarborg við Tjörnina í Reykjavík og Öldukot í hjarta gamla vesturbæjar steinsnar frá Landakotstúni. Tjörn vinnur í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Í leikskólanum starfar rótgróinn og samheldinn starfshópur leikskólakennara, kennaranema og listamanna auk matreiðslumanna sem elda mat frá grunni hvern dag. Næsta nágrenni húsanna eru perlur mið- og vesturbæjar s.s. söfn, Hólavalla- og Hljómskálagarður, fjara, bókasafn og Harpa tónlistarhús. Gert var ytra mat á starfi skólans á vegum Menntamálastofnunnar á síðasta skólaári og kom leikskólinn einstaklega vel út, enda berst rómur skólans víða um mikla ánægju starfsfólks, barna og foreldra. Skólinn hefur heimilislegan brag enda bæði húsin sögufræg og gömul sem hafa fengið gott viðhald og í sömu andrá er oft nefnt hið góða Tjarnarsamfélag. Leikskólinn leggur mikið upp úr listrænu starfi, vettvangsferðum í nágrenninu, leikgleði og núvitund.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að menntun og uppeldi barna 
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra ásamt þeim verkefnum sem deildarstjóri felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennarabréf eða leyfisbréf kennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hæfileiki til að vera þátttakandi í lærdómssamfélagi í þróun
  • Lipurð og léttleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Hádegisverður (matreiddur af matreiðslum. í húsi)
  • Menningarkort
  • Sundkort 36 stunda vinnuvika
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Lægri leikskólagjöld fyrir starfsmenn
  • Forgangur í leikskóla fyrir starfsmenn (ef lögheimili er í Rvk.)
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur29. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Tjarnargata 33, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar