Leikskólinn Akrar
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf. Við leitum að drífandi viðbót í okkar frábæra teymi. Ef þú hefur gaman af starfi með börnum og allskonar fólki eru miklar líkur á að þú fallir vel inn í hópinn okkar. Starfsandi á Ökrum er góður og einkennist af jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.
Viltu vera með í okkar liði?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
*Fáist ekki starfsfólk með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Hlunnindi í starfi
- Á Ökrum er vinnuskyldan í fullu starfi 36 stundir. Vikulegur vinnutími er 38 stundir og er tveimur klukkustundum safnað upp í frítöku vegna vetrar-, páska- og jólafría. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar.
- Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsfólks með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira.
- 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsfólk með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira.
- 0,25% stöðugildi vegna snemmtækra íhlutunar inn á hverri deild.
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16.30 mánud-fimmtud og 7:30-16:00 á föstudögum.
- Fimm skipulagsdagar á ári.
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Línakur 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ
Leikskólakennari óskast í leikskólann Hlíð
Leikskólinn Hlíð
Kennari í námsver í Gerðaskóla
Suðurnesjabær
Frístundaleiðbeinandi
Mosfellsbær
Kennari - Leikskólinn Bjarkalundur
Hafnarfjarðarbær
Leikskólinn Naustatjörn á Akureyri: Deildarstjóri
Akureyri
Starf á skólabókasafni
Kópavogsskóli
Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Staða stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
leikskólakennari/leiðbeinandi í 100% starf
Dalvíkurbyggð
Sérkennsla í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg
Aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Yl, Mývatnssveit
Leikskólinn Ylur