Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn.
Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.
Frístundaleiðbeinandi
Félagsmiðstöðin Bólið auglýsir lausa til umsóknar stöðu frístundaleiðbeinanda 1.
Auglýst er eftir starfsfólki sem tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs, í nánu samstarfi við forstöðumann félagsmiðstöðva.
Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.
Um er að ræða 2-3 vaktir í viku að kvöldi til. Um tímabundið starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðvera á opnunartíma félagsmiðstöðvar
- Hvetja til og stýra klúbbastarfi
- Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
- Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frítímastarfi.
- Önnur verkefni sem forstöðumaður eða verkefnastjóri kann að fela frístundaleiðbeinanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í starfi með börnum og ungu fólki
- Þekking og reynsla af málefnum frítímans
- Góð samskiptahæfni
- Almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Skólabraut 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Fögrubrekku
Fagrabrekka
Skóla- og frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli
Frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli
Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir
Leikskólakennari óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar
Leikskólakennari óskast í leikskólann Hlíð
Leikskólinn Hlíð
Kennari - Leikskólinn Bjarkalundur
Hafnarfjarðarbær
Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Staða stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð