Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Frístundaleiðbeinandi

Félagsmiðstöðin Bólið auglýsir lausa til umsóknar stöðu frístundaleiðbeinanda 1.

Auglýst er eftir starfsfólki sem tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs, í nánu samstarfi við forstöðumann félagsmiðstöðva.

Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

Um er að ræða 2-3 vaktir í viku að kvöldi til. Um tímabundið starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðvera á opnunartíma félagsmiðstöðvar
  • Hvetja til og stýra klúbbastarfi
  • Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
  • Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frítímastarfi.
  • Önnur verkefni sem forstöðumaður eða verkefnastjóri kann að fela frístundaleiðbeinanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla í starfi með börnum og ungu fólki
  • Þekking og reynsla af málefnum frítímans
  • Góð samskiptahæfni
  • Almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skólabraut 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar