Málstjóri farsældar hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum og drífandi málstjóra sem brennur fyrir málefnum barna og fjölskyldna þeirra og vill slást í okkar öfluga teymi til að stuðla að aukinni farsæld barna í Mosfellsbæ til samræmis við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og nýsamþykkta aðgerðaáætlun Mosfellsbæjar Börnin okkar fyrir árið 2025.
Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og brennandi áhuga á velferðar- og fræðslumálum. Málstjóri starfar náið með leiðtoga farsældar, málstjórum velferðarsviðs, tengiliðum fræðslu- og frístundasviðs og sérfræðiþjónustu skóla.
Veitir foreldrum, börnum og þeim sem sitja í stuðningsteymi barnsins ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns.
Gerir mat og/eða greiningu á þörfum barns eða aðstoðar við að tryggja aðgang að slíku.
Ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlana, stýrir stuðningsteymum og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
Situr í samþættingarteymi Mosfellsbæjar.
Tryggir góða samvinnu við tengiliði, aðra málstjóra sveitarfélagsins sem og lykilstofnanir og þjónustuaðila.
Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- eða menntavísinda.
Framhaldsmenntun er kostur.
Þekking á og reynsla af einstaklingsbundinni ráðgjöf.
Þekking á velferðar- og fræðslumálum.
Þekking á lögum, reglugerðum og verklagi vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga er mikill kostur.