Leikskólakennari óskast í leikskólann Hlíð
Hlíð er 74 barna, 5 deilda ungbarnaleikskóli fyrir 1- 3ja ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft, tengslamyndun og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er markvisst með málörvun í anda snemmtækrar íhlutunar. Sérstaklega er leitað eftir kennurum með áhuga á að starfa með yngstu börnunum.
Um 100% framtíðarstarf er að ræða. Menntun og reynsla á sviði yngri barna er æskileg, ef ekki fæst leikskólakennari eða uppeldismenntaður aðili munu aðrar umsóknir skoðaðar.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi
· Leyfisbréf leikskólakennara
· Góð íslensku kunnátta
· Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
· Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
· Góð færni í mannlegum samskiptum
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Samgöngustyrkur
líkamsræktarstyrkur
Sundkort
Forgangur barna í leikskóla
Möguleikar á að sækja námskeið eða lengra nám samhliða starfi. t.d. námsleyfi v/leikskólakennaranáms