Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri í málefnum barna með fjölbreyttan bakgrunn

Við leitum að verkefnastjóra í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Verkefnastjóri í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fer með faglega forystu í málaflokknum fyrir stofnanir menntasviðs. Ber ábyrgð á stuðningi og ráðgjöf til stjórnenda, kennara og starfsfólks í leikskólum, grunnskólum, frístundum og félagsmiðstöðvum um móttöku og málefni barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Verkefnastjóri skipuleggur fræðslu fyrir foreldra, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og stuðlar markvisst að árangursríku samstarfi og samfellu milli skólastiga.

Starfið heyrir undir menntasvið, sem sameinar málefni leikskóla, grunnskóla, íþrótta- og frístunda í Kópavogi. Starfsmaður vinnur þvert á allar deildir menntasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með mótun og eftirfylgni heildstæðrar áætlunar um inngildingu barna og fjölskyldna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem hafa aðsetur í Kópavogi.
  • Hefur forystu um skipulag á ráðgjöf til stjórnenda, kennara og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um móttöku, og kennslu barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 
  • Umsjón með úthlutun fjármagns til skóla vegna nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, fylgist með skipulagi kennslu og gerir tillögur um úrbætur eftir atvikum.
  • Eftirfylgni með málstefnu menntasviðs og tryggir að virk málstefna sé til staðar í öllum skólum. 
  • Leiðandi um ráðgjöf er varðar kennsluaðferðir og námsefni sem nýtast í starfi með börnum og ungmennum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.   
  • Fylgist með og miðlar nýjungum varðandi málefni barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og vinnur að endurmenntun fyrir starfsfólk.  
  • Ábyrgð á fræðslu til starfsfólks og foreldra.
  • Tekur þátt í stefnumótun á menntasviði.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði menntavísinda, félagsvísinda eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun (MA, M.Ed eða diploma). 
  • Starfsreynsla úr skóla- eða frístundastarfi.
  • Reynsla af móttöku barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
  • Reynsla og hæfni til verkefnastýringar.
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi. 
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti.
  • Færni til að móta sýn og leiða breytingar.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar