Regnboginn
Regnboginn
Regnboginn

Tímabundin staða leiðbeinanda á leikskóla

Vegna leyfa er auglýst laus 100% staða við Regnbogann leikskóla. Staðan er tímabundin fram að sumri með möguleika á framhaldi.

Regnboginn er 3ja deilda, einkarekinn leikskóli í Ártúnsholti, Reykjavík. Leikskólinn vinnur í anda Reggio Emilia stefnunnar með áherslu á skapandi starf, tilfinningalega styðjandi umhverfi og læsi.

Einkunnarorð skólans eru "Börn eru merkilegt fólk" og gildin okkar eru gleði - virðing - umhyggja. Við viljum skapa barnvænt umhverfi, rækta tillitsemi, vináttu og kærleika og stuðla þannig að góðum samskiptum.

Ef þú ert að leita að faglegum, metnaðarfullum og notalegum vinnustað með frábæru samstarfsfólki þá er Regnboginn rétti staðurinn fyrir þig.

Daglegur vinnutími er 7 klst og 15 mínútur.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dröfn Ámundadóttir og Fanney Guðmundsdóttir í tölvupósti: regnbogi@regnbogi.is og gula@regnbogi.is

Hæfniskröfur
Góð Íslenskukunnátta
Lipurð og hæfni í samskiptum
Frumkvæði og góð aðlögunarhæfni

Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur1. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bleikjukvísl 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar