Skóla- og frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum „það er gaman í skólanum“. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti. Skólinn er fyrir nemendur í 1.-7. árgangi.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með börnum á meðan skóla stendur og að skóladegi loknum. Hluti starfsins er frístundaleiðbeinandi í Hörðuheimum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2025.
· Leiðbeina börnum í leik og starfi
· Stuðlar að jákvæðum samskiptum
· Gengur í tilfallandi verkefni innan skóla- og frístundarheimilis
· Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
· Reynsla af störfum með börnum æskileg
· Færni í mannlegum samskiptum
· Vera skipulagður, geta sýnt sjálfstæði, frumkvæði og fagleg vinnubrögð.
· Stúdentspróf, framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
· Góð íslenskukunnátta er skilyrði
· Viðkomandi sé orðinn 18 ára
Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sundlaugar bæjarins.