Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Starf á skólabókasafni

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum starfsmanni á skólabókasafnið fyrir vorönn 2025 í
50% starfshlutfall.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 frábæra nemendur og um 80 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til að ganga til liðs við okkur!

    Starfslýsing:

    • Aðstoð við lánþega og almenna þjónustu á bókasafni.
    • Uppröðun og skráning bóka og annarra safngagna.
    • Skipulagning viðburða og fræðslu á bókasafninu.
    • Bókapantanir
    • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri safnsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi eru mikill kostur
  • Menntun í bóksafnsfræðum eða annarri sambærilegri menntun er kostur
  • Áhugi á bókmenntum og menningu er kostur
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur9. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar