Kraftur hf.
Kraftur hf.

Afgreiðslustarf í varahlutadeild.

Kraftur ehf, umboðsaðili fyrir m.a. MAN vörubifreiðar, Palfinger bílkrana, Bucher Municipal götusópa og holræsabíla (sjá nánar á kraftur.is), óskar eftir að ráða starfskraft í varahlutaverslun sína.

Stutt lýsing á starfi:

  • Afgreiðsla á varahlutum til viðskiptavina
  • Móttaka og frágangur á varahlutasendingum.
  • Önnur tilfallandi störf á lager.
  • Krafist er góðrar íslenskukunnáttu, ensku kunnáttu, bílprófs og skipulagðra vinnubragða. Meirapróf er kostur.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu á vörubifreiðum.
  • Einhver tölvukunnátta er æskileg.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða afgreiðslumann varahluta í verslun og til verkstæðis.  Farið er fram á að viðkomandi geti sýnt nákvæmni í starfi, hafi góða samskiptahæfileika og snyrtimennsku.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt ökuskírteini - meirapróf er kostur
Fríðindi í starfi

Boðið er upp á heitan mat í hádegi gegn vægu gjaldi.

Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur15. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
PólskaPólska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Vagnhöfði 1-3
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar