Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð

leikskólakennari/leiðbeinandi í 100% starf

Leikskólinn Kötlukot í Árskógarskóla auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% starf vinnutími er 08:00 – 16:00. Staðan er laus frá janúar 2025 og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Kötlukot er lítill leikskóli í samreknum grunn- og leikskóla í Árskógi, Dalvíkurbyggð sem heitir Árskógarskóli. Kötlukot vinnur eftir aðferðum uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, útikennsla og stærðfræði.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Vinnur að uppeldi og menntun barna og verkefnum sem því tengjast.

·         Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs.

·         Tekur þátt í þróunarverkefnum leikskólans.

·         Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans.

·         Samstarf við aðrar stofnanir og sérfræðinga.

·         Foreldrasamstarf.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

·         Þekking og  reynsla á leikskólastigi og umönnun barna æskileg.

·         Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.

·         Jákvæðni og sveigjanleiki.

·         Góð færni í mannlegum samskiptum.

·         Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·         Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.

·         Íslenskukunnátta á stigi B2 https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

·         Hreint sakavottorð.

Fríðindi í starfi

·         Betri vinnutími

·         Heilsustyrkur

·         Lokað haust og vetrarfrí og milli jóla og nýárs en starfsmenn vinna þau frí af sér.

Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar