Leikskólinn Árborg, Reykjavík
Leikskólinn Árborg, Reykjavík

Leikskólakennari / leiðbeinandi Reykjavík

Leikskólinn Árborg í Árbæ

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Árborg, við erum til húsa í leikskólahluta Selásskóla, 110 Reykjavík. Leikskólinn Árborg er 3ja deilda leikskóli og felst laus staða í vinnu á deild 3-6 ára nemenda.

Málörvun er ein af okkar helstu áherslum og vinnum við leik og starf með sérstaka áherslu á málörvun. Við vinnum meðal annars með Lubba og Sólskinsstundir, þróunarverkefni skólans í markvissri málörvun. Við erum einnig með ýmis fjölbreytt verkefni, listsköpun, dans, tónlist, útikennslu svo fátt eitt sé nefnt. Við leikum okkur úti alla daga.

Einnig leggjum við mikla áherslu á virðingu, fallega framkomu og gott og öflugt foreldrasamstarf.

- Starfið er laust frá og með 10. ágúst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
  • Að sinna fjölbreyttum verkefnum er varða kennslu, umönnun og uppeldi nemenda.
  • Foreldrasamstarf, sveigjanleiki og hjálpsemi í starfi er varðar samvinnu á milli deilda.
  • Að sinna ýmsum störfum innan leiksólans sem yfirmaður felur honum. Næsti yfirmaður er deildarstjóri.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Virðing og áhugi fyrir börnum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Jákvæðni og lausnarmiðað viðhorf
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Reynsla af vinnu með ungum börnum æskileg
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af leikskólagjöldum í Reykjavík
  • Ókeypis bókasafnskort og frítt á söfn með Menningarkortinu
  • Ókeypis í sundlaugar Reykjavíkurborgar með S-kortinu
  • Stytting vinnuvikunnar þar sem í leikskólanum Árborg er 38 klst vinnuvika fullt starf.
  • Árlegur heilsuræktarstyrkur þegar þú hefur starfað í 6 mánuði
Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur4. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Selásbraut 109, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar