Varmárskóli
Varmárskóli
Varmárskóli

Deildarstjóri í Varmárskóla

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða deildarstjóra

Deildarstjóri, með brennandi áhuga fyrir menntun, óskast í öflugan stjórnendahóp skólans sem samanstendur af fjórum stjórnendum. Meginviðfangsefni deildarstjóra eru stuðningur við faglegt starf og tilfallandi verkefni sem tengjast nemendum í 5. og 6. bekk. Staðan felur í sér 60% stjórnun á móti 40% kennslu.

Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er Uppbyggingarskóli, vinnur með Byrjendalæsi og Læsi fyrir lífið og verið er að innleiða Leiðsagnarnám. Stutt er í fjölbreytta náttúru og lögð er áhersla á útikennslu. Í öllum árgöngum er mikið samstarf um nám og kennslu. Starfsmannahópurinn er öflugur og samvinna og samhjálp eru einkennandi fyrir samskipti innan hópsins.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslustarfa
  • Framhaldsnám er æskilegt
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð samskiptafærni og jákvæðni
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur11. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Skólabraut 1A, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar