Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í 100% starfshlutfall. Starfið er tímabundið með möguleika á framlengingu. Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af stjórnun og kennslu í grunnskólum? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með börnum? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna í grunnskólum Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!
Fjarðabyggð er öflugt, fjölkjarna sveitarfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Í hverjum kjarna Fjarðabyggðar er starfandi grunnskóli sem starfar náið með leik- og tónlistarskóla. Á Fáskrúðsfirði starfa leik-, grunn- og tónlistarskóli undir sama þaki en hvert skólastig hefur eigin stjórnanda. Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru rúmlega 100 nemendur í 1.-10. bekk. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu.
- Vinnur ásamt skólastjóra að stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
- Fylgist með skipulagi náms og kennslu í skólanum og hefur forystu um þróun og umbætur í starfi skólans.
- Þróar ásamt skólastjóra aðferðir til innra mats skóla með það að markmiði að bæta árangur skólastarfsins og aðstoðar við gerð símenntunaráætlunar skólans.
- Aðstoðar við starfsemi frístundar og starfsemi hennar
- Aðstoðar skólastjóra við rekstur skólans og gerð fjárhagsáætlana.
- Aðstoðar við skipulagningu sérfræðiþjónustu og gerð lögbundinna áætlana s.s. öryggisáætlana, forvarnaráætlana o.s.frv.
- Aðstoðar skólastjóra við ráðningu starfsfólks og starfsmannahald.
- Vinnur með nemendaráði og hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda. ábyrgð á stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
- Annast skipulagningu á sérkennslu, heldur utan um skimanir og greiningar og samskipti við skólaþjónustu Fjarðabyggðar.
- Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.
- Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
- Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg.
- Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
- Þekking á rekstri, stjórnun og stefnumótun.
- Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
- Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í skólum Fjarðabyggðar.
- Íþrótta- og tómstundarstyrkur
- Vinnutímastytting