Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar

Laust starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og sundlaugar

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða drífandi og vel skipulagðan einstakling í starf forstöðumanns í‏þróttamiðstöðvar og sundlaugar. Starfið heyrir undir íþrótta- og tómstundafulltrúa og er á Fjármála- og stjórnsýslusviði. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Lögð er áhersla á að hvetja íbúa til heilsueflingar og veita þeim sem sækja íþróttamiðstöð framúrskarandi þjónustu. Forstöðumaður mun m.a. koma til með að móta og innleiða þjónustustefnu. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvar, fjárhag stofnunarinnar og er yfirmaður starfsfólks íþróttamiðstöðvar. Viðkomandi gengur jafnframt vaktir í íþróttamiðstöð.

Leitað er eftir metnaðarfullum og úrræðagóðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri íþróttamiðstöðvar, s.s. skipulagning vakta, umsjón með tækjum og búnaði og minniháttar viðhald, framfylgni öryggis- og þrifaferla og ‏þjónustustefnu ‏ 

  • Ábyrgð á starfsmannahaldi  

  • Ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð 

  • Ytri og innri upplýsingagjöf um starfsemina og kynningarstarf 

  • Umsjón með minniháttar viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar  

  • Skipulagning og utanumhald um nýtingu og útleigu sala íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í samráði við íþrótta – og tómstundafulltrúa og samskipti við forstöðumenn stofnana og íþróttafélaga því tengdu  

  • Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar stendur vaktir og sinnir sömu verkum og aðrir starfsmenn íþróttamiðstöðvar, samkvæmt starfslýsingu starfsmanna íþróttamiðstöðvar hverju sinni  

  • Önnur tilfallandi verkefni falin af íþrótta- og tómstundafulltrúa sem tengjast rekstri íþróttamiðstöðvar 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsskólapróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi  

  • Reynsla af stjórnun með mannaforráðum og reynsla af rekstri 

  • Reynsla af sambærilegum störfum í sundlaugum og/eða öðrum íþróttamannvirkjum 

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð  

  • Leiðtogafærni, frumkvæði og faglegur metnaður  

  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum 

  • Færni í tölvunotkun 

  • Þarf að geta staðist hæfnispróf sundstaða  

  • Hreint sakavottorð sbr. 3.-4. mgr. 10.greinar æskulýðslaga nr. 70/2007 er skilyrði 

Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
Umsóknarfrestur19. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 17, 190 Vogar
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar