Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Forstjóri Náttúruverndarstofnunar

Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar er laust til umsóknar. Leitað er eftir leiðtoga til að setja á fót nýja faglega sterka stofnun og ná settum markmiðum í þágu íslenskrar náttúru og almennings. Náttúruverndarstofnun sinnir verkefnum á sviðum náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar, friðlýstra svæða, þ.m.t. þjóðgarða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Náttúruverndarstofnun er ný stofnun sem starfar undir yfirstjórn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum um Náttúruverndarstofnun sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl. Ný stofnun tekur til starfa 1. janúar 2025.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipar forstjóra Náttúruverndarstofnunar til fimm ára í senn. Forstjóri ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar og ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar. Forstjóri stofnunarinnar mun hafa starfsstöð á Hvolsvelli en starfsstöðvar stofnunarinnar eru víða um land.

Gert er ráð fyrir að forstjóri komi að mótun skipulags og innleiðingu nýs skipurits í sameinaðri stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs og náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. Hlutverk forstjóra mun felast að miklu leyti í breytingarstjórnun og sameiningarferli fyrstu árin og mótun helstu áherslna, verkefna og starfshátta stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

Forstjóri nýrrar stofnunar þarf að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða áfram nýja stofnun. Gerð er krafa um framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi og þekkingu á málefnasviði stofnunarinnar. Áhersla er lögð á farsæla stjórnunarreynslu og færni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi, vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum og búa yfir góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á bæði íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum er miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.

Auglýsing stofnuð6. júlí 2024
Umsóknarfrestur25. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hvolsvöllur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar